þriðjudagur, maí 31, 2005

Suðrænt kartöflusalat

ca. 20 nýjar meðalstórar kartöflur
1 krukkaFetaostur
1 lítil krukka svartar heilar ólífur án steins
5 msk smáttsaxaður graslaukur (eða dill)
3 msk. smátt söxuð steinselja
1 stk. meðalstór rauðlaukur
Salt og pipar
Olíudressing að eigin vali

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni og kælið.
Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar.
Saxið graslaukinn og steinseljuna
Látið renna af fetaostinum (hægt er að nota olíuna sem dressingu).
Látið renna af ólífunum og skerið þær svo í helminga.
Blandið öllu saman í skál

Berið fram kalt.

Dressingin sem að ég notaði var KNORR balsamik og kryddjurta salatdressing sem að blandast með ólífuolíu og vatni, það kom mjög vel út. Hægt er að blanda örlitlu balsamikediki út í olíuna af fetaostinum og þá ætti að vera komin fín dressing, passið ykkur bara á því að setja ekki of mikið af dressingu út á salatið, bara svona temmilega.

sunnudagur, maí 01, 2005

Sumarsalat

Fyrir 4

1 pakki pasta þriggja lita
1 stk. Lambhagasalat
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 graslaukur
Ferskt Estragon –
1 knippi Mjúkar Döðlur – ekki þurkaðar
ca 150 gr. 1 poki ókryddaðir brauðteningar
Pesto Genovese – grænt pestó
Sólþurkaðir tómatar
Grænir tómatar m. kóriander,hvítlauk og fl. frá Rustichella
Fetaostur - ekki í kryddolíu •

Setjið pastað í sjóðandi vatn og sjóðið eftir leiðbeiningum – mjög mikilvægt. Kælið pastað þannig að dreift sé úr því og að það liggi ekki saman. • Setjið 2 msk af pesto í skál og 1 msk af ISIO 4 matarolíu saman við. Hellið brauðteningunum í skálina og veltið þeim upp úr blöndunni svo allir teningarnir verði þaktir. • Skerið smátt niður: Salat,graslauk,estragon,og döðlur og setjið í skál. • Takið 3 sólþurkaða tómata úr krukkunni og skerið smátt og bætið í skálina. • Takið 4 græna tómata úr krukkunni og skerið smátt og bætið í skálina. • Skerið niður paprikurnar og bætið í. • Setjið brauðteningana saman við og blandið öllu saman. • Þegar pastað hefur kólnað er gott að setja örlitla Spice olíu frá Lesieur yfir það og blanda saman. Að því loknu er pastað sett í skálina og öllu blandað saman. • 1-2 msk af grænu pestói sett út í og öllu blandað vel saman. Sem skreytingu: Smátt skornar döðlur og estragon dreift yfir og að lokun rifinn parmesanostur. Borið fram með nýju Baguette brauði