þriðjudagur, maí 31, 2005

Suðrænt kartöflusalat

ca. 20 nýjar meðalstórar kartöflur
1 krukkaFetaostur
1 lítil krukka svartar heilar ólífur án steins
5 msk smáttsaxaður graslaukur (eða dill)
3 msk. smátt söxuð steinselja
1 stk. meðalstór rauðlaukur
Salt og pipar
Olíudressing að eigin vali

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni og kælið.
Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar.
Saxið graslaukinn og steinseljuna
Látið renna af fetaostinum (hægt er að nota olíuna sem dressingu).
Látið renna af ólífunum og skerið þær svo í helminga.
Blandið öllu saman í skál

Berið fram kalt.

Dressingin sem að ég notaði var KNORR balsamik og kryddjurta salatdressing sem að blandast með ólífuolíu og vatni, það kom mjög vel út. Hægt er að blanda örlitlu balsamikediki út í olíuna af fetaostinum og þá ætti að vera komin fín dressing, passið ykkur bara á því að setja ekki of mikið af dressingu út á salatið, bara svona temmilega.