þriðjudagur, mars 29, 2005

Dhal

bútur á stærð við meðal kartöflu af ferskum engifer
6 hvítlauksrif
2 grænir chilli
300 gr grænar linsurgóður
slatti ólífuolía
2 tsk cummin
1 tsk gott karrý
5 grænir kardimommubelgir brotnir upp og fræ notuð
1 líter grænmetissoð (magn fer þó eftir kenjum hvers og eins)
sítróna
ferskur koriander
sýrður rjómi

við höndina þarf að hafa góðan pott eða mikla pönnu með loki

engifer, hvítlaukur og chilli maukað saman og helst í matvinnsluvél
vel af ólífuolíu hitað á pönnu mauki bætt úti og látið krauma. Því næst er hinum kryddunum bætt í uns allt húsið ilmar. Skolaðar linsurnar settar á pönnuna og steiktar með kryddunum í stutta stund. Grænmetisseyði bætt útí og allt látið krauma uns linsur eru meirar og vel það......smakkað til með sjávarsalti og ef til vill fleiru...best er að hafa dhal svipað í sér og góður hafragrautur og sækja það af disknum með brauðinu....Sítróna kreyst yfir hvern disk....góð sletta af sýrðum rjóma sett ofan á ...og klipptum ferskum koriander að lokum..........þetta er ekki skraut heldur stór hluti af réttinum.......

Brauð er frábært með þessu og ef fólk langar í salat með þá er klettasalat/rucola góður kostur...indverskt pönnubrauð eigi ósvipað flatkökum nema úr grahamsmjöli, vatni, salti og olíu fer einkar vel með réttinum

laugardagur, mars 12, 2005

Sírópskaka

Bökudeig:

250g Hveiti
125g Kalt smjör
Ca 1 dl Kalt vatn

Hnoðið saman hveiti og smjör þar til kurlað. Bætið í köldu vatni og hnoðið þar til úr verður mjúkt deig. Kælið aðeins í kæliskáp og þrýstið þá í bökuform, gætið að því að deigið sé ekki of þykkt í forminu. Pikkið deigið.

Sírópsbrauðkurl:

70g Hvítt brauð án skorpu
230g Síróp
Safi og börkur af sítrónu
1 msk Maskarpone ostur eða rjómi

Kurlið brauðið í matvinnsluvél. Setjið í botninn. Setjið síróp, sítrónubörk og safa ásamt rjóma eða osti í pott og hrærið saman. Ekki láta sjóða. Hellið sírópsblöndunni vandlega yfir. Sírópið á að ná að fljóta yfir botninn.
Bakið við 200°C í 20-25 mín eða þar til kakan fær á sig gullin blæ og botninn er bakaður. Berið fram með ís, rjóma eða maskarpone.

sunnudagur, mars 06, 2005

Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu

200 g Steinselja, hökkuð gróft
20 stk Fersk myntublöð
1 l Vatn
2 stk Hvítlauksrif, hökkuð gróft
1 tsk Fiskikraftur
1 tsk Túrmerik
Salt
Svartur pipar
1½ dl Góð ólífuolía
3 stk Stór rauðsprettuflök, skorin í þunna strimla
Safi úr einni sítrónu

Vatnið er soðið og potturinn tekinn af hitanum. Allt hráefnið nema fiskurinn sett í sjóðandi vatnið og maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Bætið að seinustu út í fiskinum.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Kartöflulasagna

Fyrir 4

4 stk. Bökunarkartöflur, skrældar.
4 stk. Egg
100 g. Smjör
2 stk. Kjúklingabringur
2 dl. Rjómi
Salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar tilbúnar. Hellið vatninu frá og þurrkið kartöflurnar þurrar.
Blandið þær með eggi og smjöri og smakkið til með salti og pipar og bakist í formi við 120°C í 1 klst.
Blandið saman kjúkling og rjóma, blandið saman með salti og pipar í matvinnsluvél.
Kælið og stingið út í fjórköntuð stykki (5x3 cm).
Leggið eins og lasagna með kjúklingasouffléinu.
Frystið lítillega, pannerið og steikið í heitri olíu tvisvar.