mánudagur, febrúar 28, 2005

Whiský kjúklingur á grillið

800 g Beinlausar kjúklingabringur

Marineringarlögur:
1 bolli Viskí
½ bolli dökkur púðursykur
1 bolli tómatsósa
2 tsk. Worcestershire sósa
¼ bolli hvítvíns edik
1 msk ferskur sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
½ tsk þurrt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Blandið saman viskí, púðursykri, tómatsósu, sítrónusafa, hvítlauk, salti og pipar í skál.
Penslið þunnu lagi yfir kjúklingabitana og setjið á grillið. Haldið áfram að pensla yfir bitana þegar þið snúið þeim meðan á grilltíma stendur

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fyllt svínalund með sólþurrkuðum tómötum

Ca. Ein svínalund á hverja 3 manneskjur

Fylling:

6 stk Sólþurrkaðir tómatar í sneiðum
100 g Rifinn mozerellaostur
2 stk Hvítlauksrif, fínt söxuð
1 stk Laukur, fínt saxaður
80 g Nýir sveppir í sneiðum

Steikið laukinn og sveppina í olíu. Bætið útí tómötunum, hvítlauknum og ostinum. Kælið.

Kryddlögur:

½ dl Ólífolía
¼ dl Sojasósa
1 msk Rósmarín, saxað

Blandið öllu saman. Best er að láta þetta standa í nokkrar klst. til að þetta taki sig saman og smakkist betur.


Takið sinina af kjötinu. Snöggsteikið lundirnar í smjöri/olíu á heitri pönnu. Skerið rauf í lundirnar eftir endilöngu. Setjið fyllinguna ofaní raufina og lokið með sláturgarni. Smyrjið kryddleginum á kjötið. Setjið í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í ca. 15 mínútur.

ATH það er í lagi að svínakjöt sé rósrautt (ekki alveg gegnumsteikt).

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Pönnukökur

5 dl mjólk
250 g hveiti
50 g smjörlíki
50 g sykur
1 tsk natron
2 stk egg
smá sítrónusafi eða vanilludropar

Blandið öllum þurrefnunum saman; hellið mjólkinni út í og bætið svo eggjunum við, einu í einu. Bætið að lokum bræddu smjörlíkinu út í og blandið vel saman. Hellið deigi út á pönnukökupönnu og látið brúnast.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Gúllassúpa

Fyrir 4.

1½ l vatn
500 g nautavöðvi
300 g kartöflur
200 g sýrður rjómi
4 msk tómatþykkni
1 msk ólífuolía
2 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
5 stk beikon, sneiðar
4 stk tómatar, nýjir
2 stk paprika
2 stk laukur
salt
pipar, svartur,

Skerið kjötið í litla teninga, brúnið þá í olíu og smjöri í potti og bætið beikonbitum við. Skerið laukinn í bita og kartöflurnar í teninga og setjið út í. Kryddið með paprikudufti og cumin, og bætið við tómatþykkni og vatni. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið súpuna við vægan hita í um 45 mínútur. Skerið paprikuna í bita. Afhýðið tómatana og skerið þá einnig í bita. Bætið því í súpuna og sjóðið hana enn í um 10 mínútur.

Berið fram með sýrðum rjóma

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Hvít randalín

500 gr. Sykur
500 gr. Smjörlíki
2 Egg
1 kg Hveiti
2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Hjartarsalt
2 tesk. Vanilludropar
Rabarbarasulta eða einhver önnur sulta til að hafa á milli botnanna


Öllu (nema sultunni auðvitað) hnoðað saman. Deiginu skipt í 4 jafnstóra hluta. Deigið flatt þunnt út í ferhyrndar kökur næstum því eins stórar og bökunarplatan. Bakað þar til fallega brúnt, í svona 5-10 mínútur á að giska. Kökuplöturnar síðan lagðar saman með sultu á milli, fallegasta platan efst. Lagkökunni síðan pakkað vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og látin bíða í 2-3 daga til að mýkjast. Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki. Geymist vel í frysti.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Grænmetisfiskur

Fiskur skorinn í teninga
fiskikrydd
Olía
ferskir sveppir
gulrætur brokkolí
grænmetisteningur
Léttur sveppasmurostur
mjólk
kjötteningur

Eldfastform er smurt með olíuFiskur skorinn í teninga, kryddaður með Knorr fiskikryddi og settur í eldfasta formið.Ferskir sveppir og gulrót skornið í sneiðar og brokkolí bitað niður. Grænmetið er síðan steikt í olíu á pönnu og grænmetisteningi bætt út í. Grænmetið er síðan látið krauma í eigin safa í smá stund undir loki. Sveppasmurostur er bræddur í mjólk og kjötkrafti bætt út í.Grænmetið er síðan sett yfir fiskinn og sósan þar yfir. Þetta er síðan bakað í ofninum þar til vel er farið að krauma í fiskinum og er þá ostur settur yfir réttinn.

Gott með brauði og kanski hrísgrjónum, eða kartöflum

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Saltkjöt og baunir, túkall

Fyrir 4

1½ l vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gularbaunir, þurrkaðar
50 g hvítkál (má sleppa)
2 stk gulrætur (má sleppa)
1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst). Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann. Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín. Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín. Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt. Berið fram og njótið.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Fylltur lambahryggur með sveskjum og eplum

2.2 kg lambahryggur
200 g sveskjur, steinlausar
1 dl kryddolía
3 stk epli, rauð
kryddblanda, gott er kanski að nota Seson All

Úrbeinið lambahrygginn og hreinsið burt alla fitu. Kryddið hann með kryddblöndunni og berið á hann kryddolíu. Skerið eplin í bita og sveskjurnar í tvennt og leggið hvort tveggja eftir miðjum hryggnum. Vefjið hrygginn saman utan um fyllinguna, bindið hann upp með seglgarni og kryddið að utan með kryddblöndunni. Setjið rúlluna í ofnskúffu og steikið í hana í 200°C heitum ofni í 45 mínútur.

Berið fram með kartöflustöppu og góðri heitri sósu.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Manchego Piquillo ólífukjúklingur með hráskinku

Uppskrift fyrir sex

6 kjúklingabringur
6 þunnar sneiðar af El Pozo Serrano hráskinku
200 gr. piquillo paprikur frá Rosara, niðurskornar
200 gr. steinlausar grænar ólífur
35 gr. rifinn Manchego ostur, frá Garcia Baquero
1 msk. paprikuduft
80 gr. ólífuolía
250 ml. þurrt hvítvín


Setjið ólífurnar í pott með vatni og sjóðið í 5 mín. Hellið vatninu af. Skerið ólífurnar í sneiðar. Setjið hráskinkusneið ofan á hverja kjúklingabringu. Setjið 1 msk. af osti ofan á hráskinkuna. Brjótið kjúklingabringurnar saman, yfir fyllinguna, og festið endana með tannstöngli. Stráið paprikudufti yfir.Hitið 3 msk. af ólífuolíu á pönnu. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum, þar til hann er steiktur í gegn. Bætið við meiri ólífuolíu eftir þörfum. Fjarlægið kjúklinginn af pönnunni, setjið hverja kjúklingabringu á disk og haldið heitu. Takið tannstönglana úr. Takið pönnuna af hellunni og bætið hvítvíninu út á. Setjið ólífurnar út í og látið malla í 1 mín. Bætið vatni út á ef þarf. Setjið piquillo paprikurnar út í. Látið malla stutta stund og hellið svo yfir kjúklinginn.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Risotto með parmesan osti

Fyrir 3-4

275 gr. Gallo Arborio hrísgrjón
1,2 lítrar grænmetissoð (um það bil)
50-75 gr. smjör1 lítill laukur, smátt saxaður
1 dl. hvítvín (valkostur)
75 gr. parmigiano, rifinn rétt fyrir notkun, ásamt einhverju aukalega sem er heflað yfir til skrauts að lokum
Fersk basililikum lauf
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið soðið í litlumpotti og haldið kraumandi á meðan matargerðin fer fram.Saxið laukinn smátt og glærið hann í 2/3 smjörsins á pönnu eða í víðum potti við meðalhita í 3-4 mínútur. Hrærið allan tímann. Bætið grjónunum út í og veltið þeim í 1-2 mínútur þar til þau eru þakin smjöri eða hafa fengið á sig glæran blæ að utanverðu. Fyrst er víninu bætt út í og hitinn hækkaður. Þegar það er gengið inn í grjónin, hefst soðausturinn. Eina ausu í einu, hræra, og bæta ekki soði við fyrr en grjónin hafa sogið ausuna á undan í sig. Klárist soðið áður en grjónin eru fullsoðin, bætið þá við vatni. Það getur líka gengið af soðinu, sem er ekki vandamál. Hreyfið grjónin rólega allan tímann til að ná jafnri upptöku vökvans.Eftir 20-30 mínútur ætti risottoinn að vera orðinn kremaður, en grjónin enn stinn undir tönn. Suðutíminn styttist við minna magn grjóna, en lengist við meira magn. Takið grjónin af eldinum og látið hvíla í fáeinar mínútur undir loki áður en þau eru borin fram. Skreytt með basilikumlaufunum síðast. Það á að borða þau með. Yfirleitt eru ætluð 50 gr. grjóna á mann á esturlöndum, en þessi uppskrift gerir ráð fyrir 75 grömmum. Það er vegna þess að hún er sjálfstæður réttur, en ekki meðlæti með kjöti eða fiski. Hana má eðlilega nota sem meðlæti