miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Grænmetisfiskur

Fiskur skorinn í teninga
fiskikrydd
Olía
ferskir sveppir
gulrætur brokkolí
grænmetisteningur
Léttur sveppasmurostur
mjólk
kjötteningur

Eldfastform er smurt með olíuFiskur skorinn í teninga, kryddaður með Knorr fiskikryddi og settur í eldfasta formið.Ferskir sveppir og gulrót skornið í sneiðar og brokkolí bitað niður. Grænmetið er síðan steikt í olíu á pönnu og grænmetisteningi bætt út í. Grænmetið er síðan látið krauma í eigin safa í smá stund undir loki. Sveppasmurostur er bræddur í mjólk og kjötkrafti bætt út í.Grænmetið er síðan sett yfir fiskinn og sósan þar yfir. Þetta er síðan bakað í ofninum þar til vel er farið að krauma í fiskinum og er þá ostur settur yfir réttinn.

Gott með brauði og kanski hrísgrjónum, eða kartöflum