2.2 kg lambahryggur
200 g sveskjur, steinlausar
1 dl kryddolía
3 stk epli, rauð
kryddblanda, gott er kanski að nota Seson All
Úrbeinið lambahrygginn og hreinsið burt alla fitu. Kryddið hann með kryddblöndunni og berið á hann kryddolíu. Skerið eplin í bita og sveskjurnar í tvennt og leggið hvort tveggja eftir miðjum hryggnum. Vefjið hrygginn saman utan um fyllinguna, bindið hann upp með seglgarni og kryddið að utan með kryddblöndunni. Setjið rúlluna í ofnskúffu og steikið í hana í 200°C heitum ofni í 45 mínútur.
Berið fram með kartöflustöppu og góðri heitri sósu.