Ca. Ein svínalund á hverja 3 manneskjur
Fylling:
6 stk Sólþurrkaðir tómatar í sneiðum
100 g Rifinn mozerellaostur
2 stk Hvítlauksrif, fínt söxuð
1 stk Laukur, fínt saxaður
80 g Nýir sveppir í sneiðum
Steikið laukinn og sveppina í olíu. Bætið útí tómötunum, hvítlauknum og ostinum. Kælið.
Kryddlögur:
½ dl Ólífolía
¼ dl Sojasósa
1 msk Rósmarín, saxað
Blandið öllu saman. Best er að láta þetta standa í nokkrar klst. til að þetta taki sig saman og smakkist betur.
Takið sinina af kjötinu. Snöggsteikið lundirnar í smjöri/olíu á heitri pönnu. Skerið rauf í lundirnar eftir endilöngu. Setjið fyllinguna ofaní raufina og lokið með sláturgarni. Smyrjið kryddleginum á kjötið. Setjið í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í ca. 15 mínútur.
ATH það er í lagi að svínakjöt sé rósrautt (ekki alveg gegnumsteikt).