500 gr. Sykur
500 gr. Smjörlíki
2 Egg
1 kg Hveiti
2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Hjartarsalt
2 tesk. Vanilludropar
Rabarbarasulta eða einhver önnur sulta til að hafa á milli botnanna
Öllu (nema sultunni auðvitað) hnoðað saman. Deiginu skipt í 4 jafnstóra hluta. Deigið flatt þunnt út í ferhyrndar kökur næstum því eins stórar og bökunarplatan. Bakað þar til fallega brúnt, í svona 5-10 mínútur á að giska. Kökuplöturnar síðan lagðar saman með sultu á milli, fallegasta platan efst. Lagkökunni síðan pakkað vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og látin bíða í 2-3 daga til að mýkjast. Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki. Geymist vel í frysti.