miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Chilikjúklingur

Fyrir 4

1 kjúklingur í bitum
4 msk chilisósa

Berið sósuna utan á kjúklingabitana, raðið þeim í ofnfast form og steikið við 180°C þar til kjarnhiti er 75°C eða í u.þ.b. 40 mínútur.

föstudagur, september 02, 2005

Bananabrauð

2-3 bananar (vel þroskaðir)
1 b sykur
1 egg
2 b hveiti
1 tsk matarsódisalt

Öllu blandað saman, ekki hræra of mikið. Gott er að blanda bara efnunum saman með sleif.
Bakað við 185° C í ca. 1 klst.
Brauðið á að vera svolítið brúnt.

Best er að nota beint formkökuform, eins og notað er fyrir sandkökur og jólakökur.

p.s. bollamálið sem ég nota er 2,5 dl.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Tiramisu


Hráefni fyrir 4.

4 egg
1,5 dl sykur
250 g mascarpone
10 sneiðar af Melba Toast “original"
0,5 - 1 dl Marsala vín eða Madeira
Dökkt súkkulaði, 70%.
1 bolli af alvöru Espresso kaffi
1. Blandið kaffinu saman við vínið. Aðskiljið eggin. Hrærið saman í blandara eggjarauðunum, sykrinum og mascarponeostinum.
2. Notið aðrar skál og stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið síðan saman við mascarpone sósunni úr blandaranum.
3. Brjótið Melba Toast sneiðarnar niður og gegnumbleytið í kaffiblöndunni. Dreifið úr helmingnum af Melba Toast blöndunni í botninn á 4 skálum, fyllið síðan til hálfs með eggjasósunni og bætið öðru lagi af Melba Toast yfir og klárið síðan með restinni af eggjasósunni. Dreifið að lokum góðu 70% dökku súkkulaði spænum ofaná.

Látið standa í ísskáp þar til bera á fram, helst í 4 klst.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Pasta með hvítlauk kirsuberjatómötum og basil

Fyrir ca 4
400 gr pasta að eigin vali
2 msk góð ólífuolía
4 stk söxuð hvítlauksrif
1 box kirsuberjatómatar, skornir til helminga
1 bréf basil, gróft saxað
rifinn parmesan
4 msk smjör
salt og pipar úr kvörn eftir smekk

Aðferð
1. sjóðið pastað farið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
2. steikið hvítlaukinn í olíunni á pönnu eða þar til hann er orðin gullbrúnn.
3. bætið því næst kirsuberjatómötunum og smjörinu á pönnuna.
4. blandið pastanu og basilinu saman við, kryddið með salti og pipar og berið fram með parmesanosti

þriðjudagur, júní 21, 2005

Brauðréttur með fetaosti og svörtum olífum

6 stk. Skorpulaust brauð
½ stk. Rauð paprika
½ stk. Græn paprika
1 dós Grænn aspas
10-15 stk. Svartar olífur, steinlausar. (Eða eftir smekk)
½ krukka Fetaostur í kryddlegi
100 g. Brieostur, t.d. með gráðostarönd
1 dl Rjómi
1 dl Matreiðslurjómi 15%
60 g Feitur ostur, rifinn
Þurrkað Timian og basilikum


Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form.
Skerið niður paprikuna, aspasinn og olífurnar og setjið yfir brauðið.
Setjið fetaostinn yfir og látið örlítið af kryddleginum fylgja með.
Skerið brieostinn niður og setjið yfir.
Blandið saman rjóma og matreiðslurjóma og hellið yfir brauðréttinn.
Að lokum er rifnum osti dreift yfir og kryddað með þurrkuðu timian og basilikum.

Bakið réttinn við 200°C í 25-30 mínútur, eða þar til að osturinn er orðinn fallega gullinn brúnn.

mánudagur, júní 20, 2005

Grænmetislasagna

Skerið niður paprikku, eggaldin og kúbít og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið síðan einni krukku af Sugo Peperoni og Sugo Arabbiata frá Rustichella út í græmetið og leyfið því að malla við lágan hita. Hitið upp mjólkina í pott og hrærið hveiti saman við og búið til hveitijafning eða notið hvíta pakkasósu, setjið út í smávegis af rifnu muskat. Rífið niður parmesan. Nú er komið að því að leggja pastað niður. Byrjið á því að setja lag af hvítri sósu á botninn á eldföstu móti, raðið síðan Lasagne plötunum ofan á sósuna setjið síðan annað laga af hvítri sósu ofan á lasagne plöturnar, síðan er sett lag af grænmetissósuni, þar ofan á koma síðan spínat blöð, rifinn parmesan ostur og rifin venjulegur ostur, þar ofan á hvít sósa og síðan lasagne plötur og svo koll af kolli, efsta lagið á að vera ostalag.Varist að láta lasagne plöturnar skarast eða liggja ofan á hvor annari. Þegar þessu er lokið setjið þá lasagne in í 200° heitan ofn í 25 – 30 mín. Þegar lasagnað er tekið úr ofninum leyfið því þá að jafna sig í 5 – 10 mínútur áður en það er borið fram.

þriðjudagur, maí 31, 2005

Suðrænt kartöflusalat

ca. 20 nýjar meðalstórar kartöflur
1 krukkaFetaostur
1 lítil krukka svartar heilar ólífur án steins
5 msk smáttsaxaður graslaukur (eða dill)
3 msk. smátt söxuð steinselja
1 stk. meðalstór rauðlaukur
Salt og pipar
Olíudressing að eigin vali

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni og kælið.
Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar.
Saxið graslaukinn og steinseljuna
Látið renna af fetaostinum (hægt er að nota olíuna sem dressingu).
Látið renna af ólífunum og skerið þær svo í helminga.
Blandið öllu saman í skál

Berið fram kalt.

Dressingin sem að ég notaði var KNORR balsamik og kryddjurta salatdressing sem að blandast með ólífuolíu og vatni, það kom mjög vel út. Hægt er að blanda örlitlu balsamikediki út í olíuna af fetaostinum og þá ætti að vera komin fín dressing, passið ykkur bara á því að setja ekki of mikið af dressingu út á salatið, bara svona temmilega.

sunnudagur, maí 01, 2005

Sumarsalat

Fyrir 4

1 pakki pasta þriggja lita
1 stk. Lambhagasalat
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 graslaukur
Ferskt Estragon –
1 knippi Mjúkar Döðlur – ekki þurkaðar
ca 150 gr. 1 poki ókryddaðir brauðteningar
Pesto Genovese – grænt pestó
Sólþurkaðir tómatar
Grænir tómatar m. kóriander,hvítlauk og fl. frá Rustichella
Fetaostur - ekki í kryddolíu •

Setjið pastað í sjóðandi vatn og sjóðið eftir leiðbeiningum – mjög mikilvægt. Kælið pastað þannig að dreift sé úr því og að það liggi ekki saman. • Setjið 2 msk af pesto í skál og 1 msk af ISIO 4 matarolíu saman við. Hellið brauðteningunum í skálina og veltið þeim upp úr blöndunni svo allir teningarnir verði þaktir. • Skerið smátt niður: Salat,graslauk,estragon,og döðlur og setjið í skál. • Takið 3 sólþurkaða tómata úr krukkunni og skerið smátt og bætið í skálina. • Takið 4 græna tómata úr krukkunni og skerið smátt og bætið í skálina. • Skerið niður paprikurnar og bætið í. • Setjið brauðteningana saman við og blandið öllu saman. • Þegar pastað hefur kólnað er gott að setja örlitla Spice olíu frá Lesieur yfir það og blanda saman. Að því loknu er pastað sett í skálina og öllu blandað saman. • 1-2 msk af grænu pestói sett út í og öllu blandað vel saman. Sem skreytingu: Smátt skornar döðlur og estragon dreift yfir og að lokun rifinn parmesanostur. Borið fram með nýju Baguette brauði

þriðjudagur, mars 29, 2005

Dhal

bútur á stærð við meðal kartöflu af ferskum engifer
6 hvítlauksrif
2 grænir chilli
300 gr grænar linsurgóður
slatti ólífuolía
2 tsk cummin
1 tsk gott karrý
5 grænir kardimommubelgir brotnir upp og fræ notuð
1 líter grænmetissoð (magn fer þó eftir kenjum hvers og eins)
sítróna
ferskur koriander
sýrður rjómi

við höndina þarf að hafa góðan pott eða mikla pönnu með loki

engifer, hvítlaukur og chilli maukað saman og helst í matvinnsluvél
vel af ólífuolíu hitað á pönnu mauki bætt úti og látið krauma. Því næst er hinum kryddunum bætt í uns allt húsið ilmar. Skolaðar linsurnar settar á pönnuna og steiktar með kryddunum í stutta stund. Grænmetisseyði bætt útí og allt látið krauma uns linsur eru meirar og vel það......smakkað til með sjávarsalti og ef til vill fleiru...best er að hafa dhal svipað í sér og góður hafragrautur og sækja það af disknum með brauðinu....Sítróna kreyst yfir hvern disk....góð sletta af sýrðum rjóma sett ofan á ...og klipptum ferskum koriander að lokum..........þetta er ekki skraut heldur stór hluti af réttinum.......

Brauð er frábært með þessu og ef fólk langar í salat með þá er klettasalat/rucola góður kostur...indverskt pönnubrauð eigi ósvipað flatkökum nema úr grahamsmjöli, vatni, salti og olíu fer einkar vel með réttinum

laugardagur, mars 12, 2005

Sírópskaka

Bökudeig:

250g Hveiti
125g Kalt smjör
Ca 1 dl Kalt vatn

Hnoðið saman hveiti og smjör þar til kurlað. Bætið í köldu vatni og hnoðið þar til úr verður mjúkt deig. Kælið aðeins í kæliskáp og þrýstið þá í bökuform, gætið að því að deigið sé ekki of þykkt í forminu. Pikkið deigið.

Sírópsbrauðkurl:

70g Hvítt brauð án skorpu
230g Síróp
Safi og börkur af sítrónu
1 msk Maskarpone ostur eða rjómi

Kurlið brauðið í matvinnsluvél. Setjið í botninn. Setjið síróp, sítrónubörk og safa ásamt rjóma eða osti í pott og hrærið saman. Ekki láta sjóða. Hellið sírópsblöndunni vandlega yfir. Sírópið á að ná að fljóta yfir botninn.
Bakið við 200°C í 20-25 mín eða þar til kakan fær á sig gullin blæ og botninn er bakaður. Berið fram með ís, rjóma eða maskarpone.

sunnudagur, mars 06, 2005

Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu

200 g Steinselja, hökkuð gróft
20 stk Fersk myntublöð
1 l Vatn
2 stk Hvítlauksrif, hökkuð gróft
1 tsk Fiskikraftur
1 tsk Túrmerik
Salt
Svartur pipar
1½ dl Góð ólífuolía
3 stk Stór rauðsprettuflök, skorin í þunna strimla
Safi úr einni sítrónu

Vatnið er soðið og potturinn tekinn af hitanum. Allt hráefnið nema fiskurinn sett í sjóðandi vatnið og maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Bætið að seinustu út í fiskinum.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Kartöflulasagna

Fyrir 4

4 stk. Bökunarkartöflur, skrældar.
4 stk. Egg
100 g. Smjör
2 stk. Kjúklingabringur
2 dl. Rjómi
Salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar tilbúnar. Hellið vatninu frá og þurrkið kartöflurnar þurrar.
Blandið þær með eggi og smjöri og smakkið til með salti og pipar og bakist í formi við 120°C í 1 klst.
Blandið saman kjúkling og rjóma, blandið saman með salti og pipar í matvinnsluvél.
Kælið og stingið út í fjórköntuð stykki (5x3 cm).
Leggið eins og lasagna með kjúklingasouffléinu.
Frystið lítillega, pannerið og steikið í heitri olíu tvisvar.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Whiský kjúklingur á grillið

800 g Beinlausar kjúklingabringur

Marineringarlögur:
1 bolli Viskí
½ bolli dökkur púðursykur
1 bolli tómatsósa
2 tsk. Worcestershire sósa
¼ bolli hvítvíns edik
1 msk ferskur sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
½ tsk þurrt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Blandið saman viskí, púðursykri, tómatsósu, sítrónusafa, hvítlauk, salti og pipar í skál.
Penslið þunnu lagi yfir kjúklingabitana og setjið á grillið. Haldið áfram að pensla yfir bitana þegar þið snúið þeim meðan á grilltíma stendur

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fyllt svínalund með sólþurrkuðum tómötum

Ca. Ein svínalund á hverja 3 manneskjur

Fylling:

6 stk Sólþurrkaðir tómatar í sneiðum
100 g Rifinn mozerellaostur
2 stk Hvítlauksrif, fínt söxuð
1 stk Laukur, fínt saxaður
80 g Nýir sveppir í sneiðum

Steikið laukinn og sveppina í olíu. Bætið útí tómötunum, hvítlauknum og ostinum. Kælið.

Kryddlögur:

½ dl Ólífolía
¼ dl Sojasósa
1 msk Rósmarín, saxað

Blandið öllu saman. Best er að láta þetta standa í nokkrar klst. til að þetta taki sig saman og smakkist betur.


Takið sinina af kjötinu. Snöggsteikið lundirnar í smjöri/olíu á heitri pönnu. Skerið rauf í lundirnar eftir endilöngu. Setjið fyllinguna ofaní raufina og lokið með sláturgarni. Smyrjið kryddleginum á kjötið. Setjið í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í ca. 15 mínútur.

ATH það er í lagi að svínakjöt sé rósrautt (ekki alveg gegnumsteikt).

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Pönnukökur

5 dl mjólk
250 g hveiti
50 g smjörlíki
50 g sykur
1 tsk natron
2 stk egg
smá sítrónusafi eða vanilludropar

Blandið öllum þurrefnunum saman; hellið mjólkinni út í og bætið svo eggjunum við, einu í einu. Bætið að lokum bræddu smjörlíkinu út í og blandið vel saman. Hellið deigi út á pönnukökupönnu og látið brúnast.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Gúllassúpa

Fyrir 4.

1½ l vatn
500 g nautavöðvi
300 g kartöflur
200 g sýrður rjómi
4 msk tómatþykkni
1 msk ólífuolía
2 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
5 stk beikon, sneiðar
4 stk tómatar, nýjir
2 stk paprika
2 stk laukur
salt
pipar, svartur,

Skerið kjötið í litla teninga, brúnið þá í olíu og smjöri í potti og bætið beikonbitum við. Skerið laukinn í bita og kartöflurnar í teninga og setjið út í. Kryddið með paprikudufti og cumin, og bætið við tómatþykkni og vatni. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið súpuna við vægan hita í um 45 mínútur. Skerið paprikuna í bita. Afhýðið tómatana og skerið þá einnig í bita. Bætið því í súpuna og sjóðið hana enn í um 10 mínútur.

Berið fram með sýrðum rjóma

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Hvít randalín

500 gr. Sykur
500 gr. Smjörlíki
2 Egg
1 kg Hveiti
2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Hjartarsalt
2 tesk. Vanilludropar
Rabarbarasulta eða einhver önnur sulta til að hafa á milli botnanna


Öllu (nema sultunni auðvitað) hnoðað saman. Deiginu skipt í 4 jafnstóra hluta. Deigið flatt þunnt út í ferhyrndar kökur næstum því eins stórar og bökunarplatan. Bakað þar til fallega brúnt, í svona 5-10 mínútur á að giska. Kökuplöturnar síðan lagðar saman með sultu á milli, fallegasta platan efst. Lagkökunni síðan pakkað vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og látin bíða í 2-3 daga til að mýkjast. Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki. Geymist vel í frysti.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Grænmetisfiskur

Fiskur skorinn í teninga
fiskikrydd
Olía
ferskir sveppir
gulrætur brokkolí
grænmetisteningur
Léttur sveppasmurostur
mjólk
kjötteningur

Eldfastform er smurt með olíuFiskur skorinn í teninga, kryddaður með Knorr fiskikryddi og settur í eldfasta formið.Ferskir sveppir og gulrót skornið í sneiðar og brokkolí bitað niður. Grænmetið er síðan steikt í olíu á pönnu og grænmetisteningi bætt út í. Grænmetið er síðan látið krauma í eigin safa í smá stund undir loki. Sveppasmurostur er bræddur í mjólk og kjötkrafti bætt út í.Grænmetið er síðan sett yfir fiskinn og sósan þar yfir. Þetta er síðan bakað í ofninum þar til vel er farið að krauma í fiskinum og er þá ostur settur yfir réttinn.

Gott með brauði og kanski hrísgrjónum, eða kartöflum

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Saltkjöt og baunir, túkall

Fyrir 4

1½ l vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gularbaunir, þurrkaðar
50 g hvítkál (má sleppa)
2 stk gulrætur (má sleppa)
1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst). Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann. Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín. Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín. Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt. Berið fram og njótið.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Fylltur lambahryggur með sveskjum og eplum

2.2 kg lambahryggur
200 g sveskjur, steinlausar
1 dl kryddolía
3 stk epli, rauð
kryddblanda, gott er kanski að nota Seson All

Úrbeinið lambahrygginn og hreinsið burt alla fitu. Kryddið hann með kryddblöndunni og berið á hann kryddolíu. Skerið eplin í bita og sveskjurnar í tvennt og leggið hvort tveggja eftir miðjum hryggnum. Vefjið hrygginn saman utan um fyllinguna, bindið hann upp með seglgarni og kryddið að utan með kryddblöndunni. Setjið rúlluna í ofnskúffu og steikið í hana í 200°C heitum ofni í 45 mínútur.

Berið fram með kartöflustöppu og góðri heitri sósu.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Manchego Piquillo ólífukjúklingur með hráskinku

Uppskrift fyrir sex

6 kjúklingabringur
6 þunnar sneiðar af El Pozo Serrano hráskinku
200 gr. piquillo paprikur frá Rosara, niðurskornar
200 gr. steinlausar grænar ólífur
35 gr. rifinn Manchego ostur, frá Garcia Baquero
1 msk. paprikuduft
80 gr. ólífuolía
250 ml. þurrt hvítvín


Setjið ólífurnar í pott með vatni og sjóðið í 5 mín. Hellið vatninu af. Skerið ólífurnar í sneiðar. Setjið hráskinkusneið ofan á hverja kjúklingabringu. Setjið 1 msk. af osti ofan á hráskinkuna. Brjótið kjúklingabringurnar saman, yfir fyllinguna, og festið endana með tannstöngli. Stráið paprikudufti yfir.Hitið 3 msk. af ólífuolíu á pönnu. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum, þar til hann er steiktur í gegn. Bætið við meiri ólífuolíu eftir þörfum. Fjarlægið kjúklinginn af pönnunni, setjið hverja kjúklingabringu á disk og haldið heitu. Takið tannstönglana úr. Takið pönnuna af hellunni og bætið hvítvíninu út á. Setjið ólífurnar út í og látið malla í 1 mín. Bætið vatni út á ef þarf. Setjið piquillo paprikurnar út í. Látið malla stutta stund og hellið svo yfir kjúklinginn.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Risotto með parmesan osti

Fyrir 3-4

275 gr. Gallo Arborio hrísgrjón
1,2 lítrar grænmetissoð (um það bil)
50-75 gr. smjör1 lítill laukur, smátt saxaður
1 dl. hvítvín (valkostur)
75 gr. parmigiano, rifinn rétt fyrir notkun, ásamt einhverju aukalega sem er heflað yfir til skrauts að lokum
Fersk basililikum lauf
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið soðið í litlumpotti og haldið kraumandi á meðan matargerðin fer fram.Saxið laukinn smátt og glærið hann í 2/3 smjörsins á pönnu eða í víðum potti við meðalhita í 3-4 mínútur. Hrærið allan tímann. Bætið grjónunum út í og veltið þeim í 1-2 mínútur þar til þau eru þakin smjöri eða hafa fengið á sig glæran blæ að utanverðu. Fyrst er víninu bætt út í og hitinn hækkaður. Þegar það er gengið inn í grjónin, hefst soðausturinn. Eina ausu í einu, hræra, og bæta ekki soði við fyrr en grjónin hafa sogið ausuna á undan í sig. Klárist soðið áður en grjónin eru fullsoðin, bætið þá við vatni. Það getur líka gengið af soðinu, sem er ekki vandamál. Hreyfið grjónin rólega allan tímann til að ná jafnri upptöku vökvans.Eftir 20-30 mínútur ætti risottoinn að vera orðinn kremaður, en grjónin enn stinn undir tönn. Suðutíminn styttist við minna magn grjóna, en lengist við meira magn. Takið grjónin af eldinum og látið hvíla í fáeinar mínútur undir loki áður en þau eru borin fram. Skreytt með basilikumlaufunum síðast. Það á að borða þau með. Yfirleitt eru ætluð 50 gr. grjóna á mann á esturlöndum, en þessi uppskrift gerir ráð fyrir 75 grömmum. Það er vegna þess að hún er sjálfstæður réttur, en ekki meðlæti með kjöti eða fiski. Hana má eðlilega nota sem meðlæti

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Créme Bruleé

2 ½ dl Rjómi
2 ½ dl Mjólk
100 g Sykur
4 stk Eggjarauður
1 stk Vanillustöng

Sykur til að strá yfir


Undirbúningur
Hitið ofninn í 150°C.

Matreiðsla
Hellið rjómanum og mjólkinni í pott og hitið.
Sjóðið vanillustöngina í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum í u.þ.b. 10 mínútur.
Kælið því næst blönduna aðeins.
Þeytið rauðurnar með hinum helmingnum af sykrinum.
Takið vanillustöngina upp úr og þeytið rjómablöndunni smám saman við eggin.
Setjið að lokum blönduna í form og bakið við 150°C þar til skán myndast á yfirborðinu.
Stráið síðan sykri yfir og brúnið þar til sykurhúðin verður stökk.

Hollráð
Varist að hita búðinginn þannig að hann sjóði upp úr sykurhúðinni.
Gott er að nota lítil form eða bolla (7-8 cm) til þess að gera einn skammt per. mann.

föstudagur, janúar 21, 2005

Innbökuð kjúklingabringa, fyllt með sveppakremi

Fyrir 2.

1 plata Smjördeig
4 stk. Kjúklingabringur
250 g. Sveppir
Smjörostur með graslauk (eða kryddjurtum)
Ferskur graslaukur eða kryddjurtir
Salt og pipar
4 sneiðar Skinka (eða þurrskinka)


Rúllið smjördeigsplötuna út og skerið hana í 4 strimla.
Skerið vasa í hverja bringu.
Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar.
“Svitsið” þá í smá smjöri og kryddið með salti og pipar.
Hrærið sveppina saman með ostinum ásamt graslauknum (eða kryddjurtunum) og setjið í vasana á bringunum.
Pakkið bringunum fyrst inn í skinkuna, svo að vasarnir haldist lokaðir.
Pakkið þeim þvínæst í smjördeigið.
Bakið pakkana í 25 mínútur við 220°C og berið fram með salati eða léttsteiktu grænmeti.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Spaghetti með skelfiski

Fyrir 6

2 krukkur Skelfiskur (Vongole alla marinara)
400 g. Spaghetti
3 stk. Hvítlauksgeirar, saxaðir
4 msk. Ólífuolía
100 ml. Þurrt hvítvín
3 stk. Litlir þurrkaðir chillipipar
1 hnefi steinselja, hökkuð

Sjóðið spaghetti-ið og meðan það sýður, svissið hvítlaukinn í olíu á stórri pönnu.
Bætið skelfiskinum útí, hvítvíni og chilipipar og hitið vel saman.
Sigtið pastað og hellið skelfiskblöndunni yfir og stráið steinselju yfir.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Einfaldur pastaréttur með túnfisk

F. 2

4 handfyllir pasta
1 dós túnfiskur
1 dós maísbaunir
1 laukur
2 rif hvítlaukur
4 dl Tómatpastasósa
1/2 dl hvítvín (eða hvítvínsedik)

Sjóðið pastað samkv. leiðbeiningum, síið vatnið frá og haldið heitu.
Hakkið laukinn fínt, kremjið hvítlaukinn og svissið á pönnu í ólívuolíu.
Bætið útí túnfisk og maisbaunum og hitið í smá stund,
Bætið pastasósu og hvítvíni út í og hitið, ekki sjóða.

Berið fram með einhverju góðu brauði.

Ákvað....

....að búa til uppskriftarblogg. Bara svona til þess að gera eitthvað!!!

Hvað finnst ykkur?