miðvikudagur, janúar 26, 2005

Créme Bruleé

2 ½ dl Rjómi
2 ½ dl Mjólk
100 g Sykur
4 stk Eggjarauður
1 stk Vanillustöng

Sykur til að strá yfir


Undirbúningur
Hitið ofninn í 150°C.

Matreiðsla
Hellið rjómanum og mjólkinni í pott og hitið.
Sjóðið vanillustöngina í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum í u.þ.b. 10 mínútur.
Kælið því næst blönduna aðeins.
Þeytið rauðurnar með hinum helmingnum af sykrinum.
Takið vanillustöngina upp úr og þeytið rjómablöndunni smám saman við eggin.
Setjið að lokum blönduna í form og bakið við 150°C þar til skán myndast á yfirborðinu.
Stráið síðan sykri yfir og brúnið þar til sykurhúðin verður stökk.

Hollráð
Varist að hita búðinginn þannig að hann sjóði upp úr sykurhúðinni.
Gott er að nota lítil form eða bolla (7-8 cm) til þess að gera einn skammt per. mann.