þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Risotto með parmesan osti

Fyrir 3-4

275 gr. Gallo Arborio hrísgrjón
1,2 lítrar grænmetissoð (um það bil)
50-75 gr. smjör1 lítill laukur, smátt saxaður
1 dl. hvítvín (valkostur)
75 gr. parmigiano, rifinn rétt fyrir notkun, ásamt einhverju aukalega sem er heflað yfir til skrauts að lokum
Fersk basililikum lauf
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið soðið í litlumpotti og haldið kraumandi á meðan matargerðin fer fram.Saxið laukinn smátt og glærið hann í 2/3 smjörsins á pönnu eða í víðum potti við meðalhita í 3-4 mínútur. Hrærið allan tímann. Bætið grjónunum út í og veltið þeim í 1-2 mínútur þar til þau eru þakin smjöri eða hafa fengið á sig glæran blæ að utanverðu. Fyrst er víninu bætt út í og hitinn hækkaður. Þegar það er gengið inn í grjónin, hefst soðausturinn. Eina ausu í einu, hræra, og bæta ekki soði við fyrr en grjónin hafa sogið ausuna á undan í sig. Klárist soðið áður en grjónin eru fullsoðin, bætið þá við vatni. Það getur líka gengið af soðinu, sem er ekki vandamál. Hreyfið grjónin rólega allan tímann til að ná jafnri upptöku vökvans.Eftir 20-30 mínútur ætti risottoinn að vera orðinn kremaður, en grjónin enn stinn undir tönn. Suðutíminn styttist við minna magn grjóna, en lengist við meira magn. Takið grjónin af eldinum og látið hvíla í fáeinar mínútur undir loki áður en þau eru borin fram. Skreytt með basilikumlaufunum síðast. Það á að borða þau með. Yfirleitt eru ætluð 50 gr. grjóna á mann á esturlöndum, en þessi uppskrift gerir ráð fyrir 75 grömmum. Það er vegna þess að hún er sjálfstæður réttur, en ekki meðlæti með kjöti eða fiski. Hana má eðlilega nota sem meðlæti