þriðjudagur, júní 21, 2005

Brauðréttur með fetaosti og svörtum olífum

6 stk. Skorpulaust brauð
½ stk. Rauð paprika
½ stk. Græn paprika
1 dós Grænn aspas
10-15 stk. Svartar olífur, steinlausar. (Eða eftir smekk)
½ krukka Fetaostur í kryddlegi
100 g. Brieostur, t.d. með gráðostarönd
1 dl Rjómi
1 dl Matreiðslurjómi 15%
60 g Feitur ostur, rifinn
Þurrkað Timian og basilikum


Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form.
Skerið niður paprikuna, aspasinn og olífurnar og setjið yfir brauðið.
Setjið fetaostinn yfir og látið örlítið af kryddleginum fylgja með.
Skerið brieostinn niður og setjið yfir.
Blandið saman rjóma og matreiðslurjóma og hellið yfir brauðréttinn.
Að lokum er rifnum osti dreift yfir og kryddað með þurrkuðu timian og basilikum.

Bakið réttinn við 200°C í 25-30 mínútur, eða þar til að osturinn er orðinn fallega gullinn brúnn.

mánudagur, júní 20, 2005

Grænmetislasagna

Skerið niður paprikku, eggaldin og kúbít og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið síðan einni krukku af Sugo Peperoni og Sugo Arabbiata frá Rustichella út í græmetið og leyfið því að malla við lágan hita. Hitið upp mjólkina í pott og hrærið hveiti saman við og búið til hveitijafning eða notið hvíta pakkasósu, setjið út í smávegis af rifnu muskat. Rífið niður parmesan. Nú er komið að því að leggja pastað niður. Byrjið á því að setja lag af hvítri sósu á botninn á eldföstu móti, raðið síðan Lasagne plötunum ofan á sósuna setjið síðan annað laga af hvítri sósu ofan á lasagne plöturnar, síðan er sett lag af grænmetissósuni, þar ofan á koma síðan spínat blöð, rifinn parmesan ostur og rifin venjulegur ostur, þar ofan á hvít sósa og síðan lasagne plötur og svo koll af kolli, efsta lagið á að vera ostalag.Varist að láta lasagne plöturnar skarast eða liggja ofan á hvor annari. Þegar þessu er lokið setjið þá lasagne in í 200° heitan ofn í 25 – 30 mín. Þegar lasagnað er tekið úr ofninum leyfið því þá að jafna sig í 5 – 10 mínútur áður en það er borið fram.