miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Chilikjúklingur

Fyrir 4

1 kjúklingur í bitum
4 msk chilisósa

Berið sósuna utan á kjúklingabitana, raðið þeim í ofnfast form og steikið við 180°C þar til kjarnhiti er 75°C eða í u.þ.b. 40 mínútur.

föstudagur, september 02, 2005

Bananabrauð

2-3 bananar (vel þroskaðir)
1 b sykur
1 egg
2 b hveiti
1 tsk matarsódisalt

Öllu blandað saman, ekki hræra of mikið. Gott er að blanda bara efnunum saman með sleif.
Bakað við 185° C í ca. 1 klst.
Brauðið á að vera svolítið brúnt.

Best er að nota beint formkökuform, eins og notað er fyrir sandkökur og jólakökur.

p.s. bollamálið sem ég nota er 2,5 dl.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Tiramisu


Hráefni fyrir 4.

4 egg
1,5 dl sykur
250 g mascarpone
10 sneiðar af Melba Toast “original"
0,5 - 1 dl Marsala vín eða Madeira
Dökkt súkkulaði, 70%.
1 bolli af alvöru Espresso kaffi
1. Blandið kaffinu saman við vínið. Aðskiljið eggin. Hrærið saman í blandara eggjarauðunum, sykrinum og mascarponeostinum.
2. Notið aðrar skál og stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið síðan saman við mascarpone sósunni úr blandaranum.
3. Brjótið Melba Toast sneiðarnar niður og gegnumbleytið í kaffiblöndunni. Dreifið úr helmingnum af Melba Toast blöndunni í botninn á 4 skálum, fyllið síðan til hálfs með eggjasósunni og bætið öðru lagi af Melba Toast yfir og klárið síðan með restinni af eggjasósunni. Dreifið að lokum góðu 70% dökku súkkulaði spænum ofaná.

Látið standa í ísskáp þar til bera á fram, helst í 4 klst.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Pasta með hvítlauk kirsuberjatómötum og basil

Fyrir ca 4
400 gr pasta að eigin vali
2 msk góð ólífuolía
4 stk söxuð hvítlauksrif
1 box kirsuberjatómatar, skornir til helminga
1 bréf basil, gróft saxað
rifinn parmesan
4 msk smjör
salt og pipar úr kvörn eftir smekk

Aðferð
1. sjóðið pastað farið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
2. steikið hvítlaukinn í olíunni á pönnu eða þar til hann er orðin gullbrúnn.
3. bætið því næst kirsuberjatómötunum og smjörinu á pönnuna.
4. blandið pastanu og basilinu saman við, kryddið með salti og pipar og berið fram með parmesanosti

þriðjudagur, júní 21, 2005

Brauðréttur með fetaosti og svörtum olífum

6 stk. Skorpulaust brauð
½ stk. Rauð paprika
½ stk. Græn paprika
1 dós Grænn aspas
10-15 stk. Svartar olífur, steinlausar. (Eða eftir smekk)
½ krukka Fetaostur í kryddlegi
100 g. Brieostur, t.d. með gráðostarönd
1 dl Rjómi
1 dl Matreiðslurjómi 15%
60 g Feitur ostur, rifinn
Þurrkað Timian og basilikum


Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form.
Skerið niður paprikuna, aspasinn og olífurnar og setjið yfir brauðið.
Setjið fetaostinn yfir og látið örlítið af kryddleginum fylgja með.
Skerið brieostinn niður og setjið yfir.
Blandið saman rjóma og matreiðslurjóma og hellið yfir brauðréttinn.
Að lokum er rifnum osti dreift yfir og kryddað með þurrkuðu timian og basilikum.

Bakið réttinn við 200°C í 25-30 mínútur, eða þar til að osturinn er orðinn fallega gullinn brúnn.

mánudagur, júní 20, 2005

Grænmetislasagna

Skerið niður paprikku, eggaldin og kúbít og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið síðan einni krukku af Sugo Peperoni og Sugo Arabbiata frá Rustichella út í græmetið og leyfið því að malla við lágan hita. Hitið upp mjólkina í pott og hrærið hveiti saman við og búið til hveitijafning eða notið hvíta pakkasósu, setjið út í smávegis af rifnu muskat. Rífið niður parmesan. Nú er komið að því að leggja pastað niður. Byrjið á því að setja lag af hvítri sósu á botninn á eldföstu móti, raðið síðan Lasagne plötunum ofan á sósuna setjið síðan annað laga af hvítri sósu ofan á lasagne plöturnar, síðan er sett lag af grænmetissósuni, þar ofan á koma síðan spínat blöð, rifinn parmesan ostur og rifin venjulegur ostur, þar ofan á hvít sósa og síðan lasagne plötur og svo koll af kolli, efsta lagið á að vera ostalag.Varist að láta lasagne plöturnar skarast eða liggja ofan á hvor annari. Þegar þessu er lokið setjið þá lasagne in í 200° heitan ofn í 25 – 30 mín. Þegar lasagnað er tekið úr ofninum leyfið því þá að jafna sig í 5 – 10 mínútur áður en það er borið fram.

þriðjudagur, maí 31, 2005

Suðrænt kartöflusalat

ca. 20 nýjar meðalstórar kartöflur
1 krukkaFetaostur
1 lítil krukka svartar heilar ólífur án steins
5 msk smáttsaxaður graslaukur (eða dill)
3 msk. smátt söxuð steinselja
1 stk. meðalstór rauðlaukur
Salt og pipar
Olíudressing að eigin vali

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni og kælið.
Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar.
Saxið graslaukinn og steinseljuna
Látið renna af fetaostinum (hægt er að nota olíuna sem dressingu).
Látið renna af ólífunum og skerið þær svo í helminga.
Blandið öllu saman í skál

Berið fram kalt.

Dressingin sem að ég notaði var KNORR balsamik og kryddjurta salatdressing sem að blandast með ólífuolíu og vatni, það kom mjög vel út. Hægt er að blanda örlitlu balsamikediki út í olíuna af fetaostinum og þá ætti að vera komin fín dressing, passið ykkur bara á því að setja ekki of mikið af dressingu út á salatið, bara svona temmilega.