mánudagur, ágúst 29, 2005

Tiramisu


Hráefni fyrir 4.

4 egg
1,5 dl sykur
250 g mascarpone
10 sneiðar af Melba Toast “original"
0,5 - 1 dl Marsala vín eða Madeira
Dökkt súkkulaði, 70%.
1 bolli af alvöru Espresso kaffi
1. Blandið kaffinu saman við vínið. Aðskiljið eggin. Hrærið saman í blandara eggjarauðunum, sykrinum og mascarponeostinum.
2. Notið aðrar skál og stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið síðan saman við mascarpone sósunni úr blandaranum.
3. Brjótið Melba Toast sneiðarnar niður og gegnumbleytið í kaffiblöndunni. Dreifið úr helmingnum af Melba Toast blöndunni í botninn á 4 skálum, fyllið síðan til hálfs með eggjasósunni og bætið öðru lagi af Melba Toast yfir og klárið síðan með restinni af eggjasósunni. Dreifið að lokum góðu 70% dökku súkkulaði spænum ofaná.

Látið standa í ísskáp þar til bera á fram, helst í 4 klst.