þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Pasta með hvítlauk kirsuberjatómötum og basil

Fyrir ca 4
400 gr pasta að eigin vali
2 msk góð ólífuolía
4 stk söxuð hvítlauksrif
1 box kirsuberjatómatar, skornir til helminga
1 bréf basil, gróft saxað
rifinn parmesan
4 msk smjör
salt og pipar úr kvörn eftir smekk

Aðferð
1. sjóðið pastað farið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
2. steikið hvítlaukinn í olíunni á pönnu eða þar til hann er orðin gullbrúnn.
3. bætið því næst kirsuberjatómötunum og smjörinu á pönnuna.
4. blandið pastanu og basilinu saman við, kryddið með salti og pipar og berið fram með parmesanosti