þriðjudagur, júní 21, 2005

Brauðréttur með fetaosti og svörtum olífum

6 stk. Skorpulaust brauð
½ stk. Rauð paprika
½ stk. Græn paprika
1 dós Grænn aspas
10-15 stk. Svartar olífur, steinlausar. (Eða eftir smekk)
½ krukka Fetaostur í kryddlegi
100 g. Brieostur, t.d. með gráðostarönd
1 dl Rjómi
1 dl Matreiðslurjómi 15%
60 g Feitur ostur, rifinn
Þurrkað Timian og basilikum


Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form.
Skerið niður paprikuna, aspasinn og olífurnar og setjið yfir brauðið.
Setjið fetaostinn yfir og látið örlítið af kryddleginum fylgja með.
Skerið brieostinn niður og setjið yfir.
Blandið saman rjóma og matreiðslurjóma og hellið yfir brauðréttinn.
Að lokum er rifnum osti dreift yfir og kryddað með þurrkuðu timian og basilikum.

Bakið réttinn við 200°C í 25-30 mínútur, eða þar til að osturinn er orðinn fallega gullinn brúnn.