mánudagur, júní 20, 2005

Grænmetislasagna

Skerið niður paprikku, eggaldin og kúbít og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið síðan einni krukku af Sugo Peperoni og Sugo Arabbiata frá Rustichella út í græmetið og leyfið því að malla við lágan hita. Hitið upp mjólkina í pott og hrærið hveiti saman við og búið til hveitijafning eða notið hvíta pakkasósu, setjið út í smávegis af rifnu muskat. Rífið niður parmesan. Nú er komið að því að leggja pastað niður. Byrjið á því að setja lag af hvítri sósu á botninn á eldföstu móti, raðið síðan Lasagne plötunum ofan á sósuna setjið síðan annað laga af hvítri sósu ofan á lasagne plöturnar, síðan er sett lag af grænmetissósuni, þar ofan á koma síðan spínat blöð, rifinn parmesan ostur og rifin venjulegur ostur, þar ofan á hvít sósa og síðan lasagne plötur og svo koll af kolli, efsta lagið á að vera ostalag.Varist að láta lasagne plöturnar skarast eða liggja ofan á hvor annari. Þegar þessu er lokið setjið þá lasagne in í 200° heitan ofn í 25 – 30 mín. Þegar lasagnað er tekið úr ofninum leyfið því þá að jafna sig í 5 – 10 mínútur áður en það er borið fram.