föstudagur, september 02, 2005

Bananabrauð

2-3 bananar (vel þroskaðir)
1 b sykur
1 egg
2 b hveiti
1 tsk matarsódisalt

Öllu blandað saman, ekki hræra of mikið. Gott er að blanda bara efnunum saman með sleif.
Bakað við 185° C í ca. 1 klst.
Brauðið á að vera svolítið brúnt.

Best er að nota beint formkökuform, eins og notað er fyrir sandkökur og jólakökur.

p.s. bollamálið sem ég nota er 2,5 dl.