mánudagur, febrúar 28, 2005

Whiský kjúklingur á grillið

800 g Beinlausar kjúklingabringur

Marineringarlögur:
1 bolli Viskí
½ bolli dökkur púðursykur
1 bolli tómatsósa
2 tsk. Worcestershire sósa
¼ bolli hvítvíns edik
1 msk ferskur sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
½ tsk þurrt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Blandið saman viskí, púðursykri, tómatsósu, sítrónusafa, hvítlauk, salti og pipar í skál.
Penslið þunnu lagi yfir kjúklingabitana og setjið á grillið. Haldið áfram að pensla yfir bitana þegar þið snúið þeim meðan á grilltíma stendur