miðvikudagur, mars 02, 2005

Kartöflulasagna

Fyrir 4

4 stk. Bökunarkartöflur, skrældar.
4 stk. Egg
100 g. Smjör
2 stk. Kjúklingabringur
2 dl. Rjómi
Salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar tilbúnar. Hellið vatninu frá og þurrkið kartöflurnar þurrar.
Blandið þær með eggi og smjöri og smakkið til með salti og pipar og bakist í formi við 120°C í 1 klst.
Blandið saman kjúkling og rjóma, blandið saman með salti og pipar í matvinnsluvél.
Kælið og stingið út í fjórköntuð stykki (5x3 cm).
Leggið eins og lasagna með kjúklingasouffléinu.
Frystið lítillega, pannerið og steikið í heitri olíu tvisvar.