sunnudagur, mars 06, 2005

Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu

200 g Steinselja, hökkuð gróft
20 stk Fersk myntublöð
1 l Vatn
2 stk Hvítlauksrif, hökkuð gróft
1 tsk Fiskikraftur
1 tsk Túrmerik
Salt
Svartur pipar
1½ dl Góð ólífuolía
3 stk Stór rauðsprettuflök, skorin í þunna strimla
Safi úr einni sítrónu

Vatnið er soðið og potturinn tekinn af hitanum. Allt hráefnið nema fiskurinn sett í sjóðandi vatnið og maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Bætið að seinustu út í fiskinum.