Bökudeig:
250g Hveiti
125g Kalt smjör
Ca 1 dl Kalt vatn
Hnoðið saman hveiti og smjör þar til kurlað. Bætið í köldu vatni og hnoðið þar til úr verður mjúkt deig. Kælið aðeins í kæliskáp og þrýstið þá í bökuform, gætið að því að deigið sé ekki of þykkt í forminu. Pikkið deigið.
Sírópsbrauðkurl:
70g Hvítt brauð án skorpu
230g Síróp
Safi og börkur af sítrónu
1 msk Maskarpone ostur eða rjómi
Kurlið brauðið í matvinnsluvél. Setjið í botninn. Setjið síróp, sítrónubörk og safa ásamt rjóma eða osti í pott og hrærið saman. Ekki láta sjóða. Hellið sírópsblöndunni vandlega yfir. Sírópið á að ná að fljóta yfir botninn.
Bakið við 200°C í 20-25 mín eða þar til kakan fær á sig gullin blæ og botninn er bakaður. Berið fram með ís, rjóma eða maskarpone.