fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Manchego Piquillo ólífukjúklingur með hráskinku

Uppskrift fyrir sex

6 kjúklingabringur
6 þunnar sneiðar af El Pozo Serrano hráskinku
200 gr. piquillo paprikur frá Rosara, niðurskornar
200 gr. steinlausar grænar ólífur
35 gr. rifinn Manchego ostur, frá Garcia Baquero
1 msk. paprikuduft
80 gr. ólífuolía
250 ml. þurrt hvítvín


Setjið ólífurnar í pott með vatni og sjóðið í 5 mín. Hellið vatninu af. Skerið ólífurnar í sneiðar. Setjið hráskinkusneið ofan á hverja kjúklingabringu. Setjið 1 msk. af osti ofan á hráskinkuna. Brjótið kjúklingabringurnar saman, yfir fyllinguna, og festið endana með tannstöngli. Stráið paprikudufti yfir.Hitið 3 msk. af ólífuolíu á pönnu. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum, þar til hann er steiktur í gegn. Bætið við meiri ólífuolíu eftir þörfum. Fjarlægið kjúklinginn af pönnunni, setjið hverja kjúklingabringu á disk og haldið heitu. Takið tannstönglana úr. Takið pönnuna af hellunni og bætið hvítvíninu út á. Setjið ólífurnar út í og látið malla í 1 mín. Bætið vatni út á ef þarf. Setjið piquillo paprikurnar út í. Látið malla stutta stund og hellið svo yfir kjúklinginn.