fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Gúllassúpa

Fyrir 4.

1½ l vatn
500 g nautavöðvi
300 g kartöflur
200 g sýrður rjómi
4 msk tómatþykkni
1 msk ólífuolía
2 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
5 stk beikon, sneiðar
4 stk tómatar, nýjir
2 stk paprika
2 stk laukur
salt
pipar, svartur,

Skerið kjötið í litla teninga, brúnið þá í olíu og smjöri í potti og bætið beikonbitum við. Skerið laukinn í bita og kartöflurnar í teninga og setjið út í. Kryddið með paprikudufti og cumin, og bætið við tómatþykkni og vatni. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið súpuna við vægan hita í um 45 mínútur. Skerið paprikuna í bita. Afhýðið tómatana og skerið þá einnig í bita. Bætið því í súpuna og sjóðið hana enn í um 10 mínútur.

Berið fram með sýrðum rjóma