Fyrir 2.
1 plata             Smjördeig
4 stk.               Kjúklingabringur
250 g.              Sveppir
                        Smjörostur með graslauk (eða kryddjurtum)
                        Ferskur graslaukur eða kryddjurtir
                        Salt og pipar
4 sneiðar          Skinka (eða þurrskinka)
Rúllið smjördeigsplötuna út og skerið hana í 4 strimla.
Skerið vasa í hverja bringu.
Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar.
“Svitsið” þá í smá smjöri og kryddið með salti og pipar.
Hrærið sveppina saman með ostinum ásamt graslauknum (eða kryddjurtunum) og setjið í vasana á bringunum.
Pakkið bringunum fyrst inn í skinkuna, svo að vasarnir haldist lokaðir.
Pakkið þeim þvínæst í smjördeigið.
Bakið pakkana í 25 mínútur við 220°C og berið fram með salati eða léttsteiktu grænmeti.
