miðvikudagur, janúar 19, 2005

Einfaldur pastaréttur með túnfisk

F. 2

4 handfyllir pasta
1 dós túnfiskur
1 dós maísbaunir
1 laukur
2 rif hvítlaukur
4 dl Tómatpastasósa
1/2 dl hvítvín (eða hvítvínsedik)

Sjóðið pastað samkv. leiðbeiningum, síið vatnið frá og haldið heitu.
Hakkið laukinn fínt, kremjið hvítlaukinn og svissið á pönnu í ólívuolíu.
Bætið útí túnfisk og maisbaunum og hitið í smá stund,
Bætið pastasósu og hvítvíni út í og hitið, ekki sjóða.

Berið fram með einhverju góðu brauði.