sunnudagur, maí 01, 2005

Sumarsalat

Fyrir 4

1 pakki pasta þriggja lita
1 stk. Lambhagasalat
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 graslaukur
Ferskt Estragon –
1 knippi Mjúkar Döðlur – ekki þurkaðar
ca 150 gr. 1 poki ókryddaðir brauðteningar
Pesto Genovese – grænt pestó
Sólþurkaðir tómatar
Grænir tómatar m. kóriander,hvítlauk og fl. frá Rustichella
Fetaostur - ekki í kryddolíu •

Setjið pastað í sjóðandi vatn og sjóðið eftir leiðbeiningum – mjög mikilvægt. Kælið pastað þannig að dreift sé úr því og að það liggi ekki saman. • Setjið 2 msk af pesto í skál og 1 msk af ISIO 4 matarolíu saman við. Hellið brauðteningunum í skálina og veltið þeim upp úr blöndunni svo allir teningarnir verði þaktir. • Skerið smátt niður: Salat,graslauk,estragon,og döðlur og setjið í skál. • Takið 3 sólþurkaða tómata úr krukkunni og skerið smátt og bætið í skálina. • Takið 4 græna tómata úr krukkunni og skerið smátt og bætið í skálina. • Skerið niður paprikurnar og bætið í. • Setjið brauðteningana saman við og blandið öllu saman. • Þegar pastað hefur kólnað er gott að setja örlitla Spice olíu frá Lesieur yfir það og blanda saman. Að því loknu er pastað sett í skálina og öllu blandað saman. • 1-2 msk af grænu pestói sett út í og öllu blandað vel saman. Sem skreytingu: Smátt skornar döðlur og estragon dreift yfir og að lokun rifinn parmesanostur. Borið fram með nýju Baguette brauði